Fréttir


Stálbitar hífðir í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið
20. ágúst 2008

Stálbitar hífðir í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Þessa dagana er uppsteypu vesturhússins í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu að ljúka en sá hluti hússins hýsir tvo af aðalsölum þess, ráðstefnusalinn og æfingasalinn. Hífðir voru 6 stálbitar í þakið í ráðstefnusalnum og 4 í þakið á æfingasalnum og vega þeir um 20 tonn hver og gekk hífingin mjög vel.

Gestastofa opnuð
14. júlí 2008

Gestastofa opnuð

Opnuð hefur verið á Gestastofa sem mun veita upplýsingar um framkvæmdir og væntanlega starfsemi í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu sem ÍAV eru að byggja við höfnina í Reykjavík.

Sóltún 8-18
18. júní 2008

Sóltún 8-18

Framkvæmdir hófust í ágúst 2005 við bygginu tveggja fjölbýlishúsa í Sóltúni. Íbúðirnar eru lúxusíbúðir, þar sem mikið er lagt upp úr þægindum og glæsilegri hönnun. Húsin eru fjögra, fimm, og sjö hæða lyftuhús. Í öðru húsinu eru 32 íbúðir en 33 íbúðir í hinu húsinu. Steyptir útveggir eru einangraðir og klæddir að utan með álklæðningu. Gólfplötur fyrstu hæðar og ofar eru einangraðar til aukinnar hljóðeinangrunar. Verklok voru sumarið 2007.

ÍAV afhendir Pennanum hf. lyklana að nýju húsnæði
16. júní 2008

ÍAV afhendir Pennanum hf. lyklana að nýju húsnæði

Þann 13.júní síðastliðinn var Ingþóri Ásgeirssyni framkvæmdastjóra verslunarsviðs Pennans og Guðríði Sigurðardóttur starfsmannastjóra Pennans afhentir lyklar að 1.500 fermetra framtíðarskrifstofuhúsnæði Pennans á annarri hæð í nýju skrifstofubyggingunni í Glæsibæ.

12. júní 2008

Snjóflóðvarnir í Bolungarvík

Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors, og var stofnað um gerð Bolungarvíkurganga hefur einnig tekið að sér að reisa snjóflóðvarnargarða. Varnargarðurinn í Bolungarvík á að vera um 18 til 22 metra hár og 700 metra langur þvergarður, staðsettur þar sem Dísarland er nú. Auk þess verða 8 keilur ofar í fjallinu. Áætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af fyllingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmdasvæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu varnarvirkjanna er 750 milljón krónur en endanlegur kostnaður ræðst þó af þeim tilboðum sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygging varnanna taki 2-3 ár.

11. júní 2008

Bolungarvíkurgöng

Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka og svissneska verktakafyrirtækisins Marti Contractors, sér um gerð Bolungarvíkurganga fyrir Vegagerðina. Ósafl átti lægsta tilboð í verkið og hljóðaði það upp á tæpan 3,5 miljarð króna. Verkið felst í 8,7 metra breiðum og 5,1 km löngum jarðgöngum, byggingu um 310 metra langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja steinsteyptra brúa yfir Hnífsdalsá og Ósá.

11. júní 2008

Kerskáli fyrir álver í Helguvík

ÍAV sér um byggingu kerskála fyrir álver Norðuráls í Helguvík. Framkvæmdirnar fela í sér byggingu kerskála sem og aðstöðusköpun á vinnusvæðinu, jarðvinnu, uppsteypu, forsteyptar einingar, stálvirki, klæðningar og ýmsan frágang. Heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins, sem tekinn verður í gagnið fyrir árslok árið 2010, nemur um 70 til 80 milljörðum íslenskra króna. Ef miðað er við álverð í dag er áætlað útflutningsverðmæti þegar fyrsti áfangi verður kominn í fullan rekstur um 35 milljarðar á ári. Starfsmannafjöldi verður um 400 manns og að auki skapast afleidd störf í samfélaginu fyrir um 600 manns til viðbótar. Álverið verður það fyrsta í heiminum sem eingöngu er knúið jarðvarmaorku.