Fréttir

Harpan – bygging ársins
19. desember 2011

Harpan – bygging ársins

Sænska hönnunarblaðið Form hefur valið Hörpuna, byggingu ársins. Aðrar byggingar, sem komu til greina í valinu, voru skíðastökkpallurinn í Holmenkollen í Ósló, 8-tallet í Kaupmannahöfn, Fagerborg-dagheimilið í Ósló og gestastofa dómkirkjunnar í Lundi í Svíþjóð.


Framkvæmdafréttir frá Noregi
18. nóvember 2011

Framkvæmdafréttir frá Noregi

Framkvæmdir ganga vel á Snekkestad í Noregi. Búið er að sprengja rúmalega 180 metra af aðkomugöngum en í heild verða aðkomugöngin 320 metrar. Um er að ræða fyrsta hluta verkefnisins en sjálf járnbrautargöngin eru 2 km að lengd.

Torgið við Hörpu fær verðlaun
27. október 2011

Torgið við Hörpu fær verðlaun

Í vikunni voru norrænu arkitektaverðlaunin afhent í Gautaborg. Torgið við Hörpu hlaut verðlaun í flokknum besta norræna almenningsrýmið. Torgið skiptist í þrjú svæði, aðkomutorg, fjölnotatorg og dvalarsvæði í krikanum sem byggingin myndar.

Tilkynning frá ÍAV hf.
29. september 2011

Tilkynning frá ÍAV hf.

Enn á ný neyðist ÍAV til að fækka starfsfólki vegna verkefnaskorts og fyrirsjáanlegs áframhaldandi samdráttar í verklegum framkvæmdum á Íslandi á komandi vetri. Með uppsögnunum hjá ÍAV nú í september missa 40 starfsmenn störf sín auk þess sem samið hefur verið um skert starfshlutfall við nokkra starfsmenn.

Undirritun á samningi við Landsvirkjun
22. september 2011

Undirritun á samningi við Landsvirkjun

Í gær var skrifað undir samning við Landsvirkjun um þrýstivatnspípur fyrir Búðarhálsvirkjun. Verkið er hluti af heildarverki Landsvirkjunar við Búðarhálsvirkjun og nefndist í útboði „BUD - 33A“. Verkið felur í sér byggingu og uppsetningu á tveimur þrýstivatnspípum sem hvor um sig er 5,8 metrar í þvermál og um 50 metrar að lengd.

Fyrsta sprengingin í jarðgöngunum í Noregi
23. ágúst 2011

Fyrsta sprengingin í jarðgöngunum í Noregi

Um hádegisbil á föstudaginn var sprengt í fyrsta sinn í jarðgangaverkefni sem ÍAV tekur þátt í við Snekkestad í Noregi. Verkið er á áætlun en í árslok 2013 er reiknað með að búið verði að slá í gegn í göngunum.

Aðföng til Noregs
14. júlí 2011

Aðföng til Noregs

Í nótt voru jarðvinnutæki, gámar og ýmis annar búnaður fluttur með flutningaskipi áleiðis til Horten í Noregi, þaðan sem búnaðinum verður komið áfram til Holmestrand. Tækin eru ætluð til nota í verkefni Marti/ÍAV við Snekkestad í Noregi . Verkefnið í Snekkastad felst í gerð járnbrautarganga fyrir járnbrautarspor nærri Holmestrand.

Það er víðar kalt en á Íslandi
24. júní 2011

Það er víðar kalt en á Íslandi

Í gær, fimmtudag, gekk yfir verkstað okkar í Snekkestad þrumuský með umtalsverðu hagléli og síðan rigningu. Veðrið tafði þó ekki vinnu við undirbúningsframkvæmdir enda er enginn verri þó hann vökni.