Frystigeymsla Norðurgarði

ÍAV tók að sér að vinna með HB. Granda að nýbyggingu á 3800m2 frystigeymslu að Norðurgarði 1.

Byggingin er um 2.600m2 frystiklefi og 1.200m2 þjónustubygging.

ÍAV hafði umsjón með verkframkvæmd byggingarinnar í samræmi við þá hönnun og lausnir sem lagðar voru til af hönnuðum og HB. Granda. ÍAV komað hönnunarrýni og deililausnum með HB. Granda. 

ÍAV tók að sér ákveðna verkþætti á föstum einingarverðum og aflaði tilboða frá undirverktökum í ákveðna verkþætti og hafði umsjón með vinnu þeirra og annaðist fjárhagslegt uppgjör gegn þóknun sem tók mið af endanlegum verkkostnaði. 

Verkkaupi HB. Grandi hf. 
Verk hafið Desember 2012
Verklok Júní 2013
Byggingaraðili ÍAV hf.
Arkitektar AVH ehf
Burðarþolshönnun AVH ehf
Lagnir og loftræstikerfi VSB Verkfræðistofa
Raflagnahönnun Rafeyri ehf. 

64.154673,-21.934871|/media/148284/HBGrandi.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Frystigeymsla Norðurgarði|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/frystigeymsla-nordurgardi/| ÍAV tók að sér að vinna með HB. Granda að nýbyggingu á 3800m2 frystigeymslu að Norðurgarði 1. Byggingin er um 2.600m2 frystiklefi og 1.200m2 þjónustubygging.|terrain | blue | Nánar