CRI - Mentanolverksmiðja

IAV reisti Metanól verksmiðju á lóð við jarðvarmaorkuver HS Orku við Svartsengi á Reykjanesi ásamt því að leggja heimtaugar s.s. gas, kælivatns og gufulagnir frá HS Orku. Einnig mun IAV sjá um að setja upp verksmiðjuna og í því felst töluverð stálsmíði, pípulagnir og rafmagnsvinna. Verksmiðjan notar raforku og koltvísýring úr gufu frá jarðvarmaverinu til að framleiða vistvænt eldsneyti fyrir bíla. Þessi framleiðslutækni var þróuð af CRI og er vernduð með einkaleyfi.

Fullbyggð verður framleiðslugeta verksmiðjunnar allt að 5 milljónir lítra af endurnýjanlegu metanól á ári. Eldsneytið fer fyrst á innlendan markað. Endurnýjanlegu metanól er hægt að blanda í bensín eða lífrænan dísil til þess að framleiða vistvænt eldsneyti án þess að breyta þurfi bílvélum eða dreifingu og flutningsmáta eldsneytis.

Endurnýjanlegt metanól eykur oktantölu bensíns og veldur hreinni bruna. Kostir eldsneytisins eru minni mengun, betri eldsneytisnýting auk þess sem nú verður hægt að framleiða eldsneyti fyrir íslenska bíla úr innlendri raforku, koltvísýringsmengun og vatni. Loftgæði aukast, útblástur bifreiða minnkar og minna verður flutt inn af olíu. Með tækni CRI opnast sá möguleiki að landið verið í framtíðinni hreinn útflytjandi bifreiðaeldsneytis úr íslenskri raforku. 

Verkkaupi CRI (Carbon Recycling International)
Verk hafið 2010
Verklok 2011
Verkhönnun  Arkís / Mannvit
Eftirlit VSS (Verkfræðistofa Suðurnesja)
63.877222,-22.425599|/media/37530/Metanolverksmidja.jpg?width=250&height=109&mode=crop|CRI - Mentanolverksmiðja|/starfsemi/verk/fyrri-verk/virkjanir-og-storidja/cri-mentanolverksmidja/| IAV reisti Metanól verksmiðju á lóð við jarðvarmaorkuver HS Orku við Svartsengi á Reykjanesi ásamt því að leggja heimtaugar s.s. gas, kælivatns og gufulagnir frá HS Orku.|terrain | blue | Nánar