Varaaflstöð fyrir Landsnet

IAV byggir 1000 m2  staðsteypta varaflsstöð á einni hæð.  Húsið er 8 m á hæð.

Útveggir eru að hluta sjónsteypa og að hluta álklæðningar. Húsið kemur til með að hýsa  spenni, rofa, og 6 díselrafstöðvar Landsnets í Bolungarvík.

IAV skilar húsi fullgerðu að utan sem innan tilbúnu til uppsetningar fyrir háspennubúnað og varaflsvélar.

IAV leggur einnig til olíutanka og olíudreifikerfi fyrir díselvélarnar ásamt tilheyrandi tæknibúnaði. IAV leggur einnig til  almennar pípulagnir ,lágspennukerfi, smáspennukerfi, húskerfi, öryggiskerfi ásamt stjórnkerfi fyrir olíukerfi díselrafstölvanna.

 

Verkkaupi

Landsnet

Verk hafið Október 2013
Verklok September 2014
Raflagnahönnun Mannvit
Burðarþol, lagnir og loftræsikerfi Mannvit
Arkitektar Hornsteinar arkitektar ehf
Landslagsarkitektar Hornsteinar arkitektar ehf
Burðarþolshönnun  Mannvit
Eftirlit Efla / Tækniþjónusta Vestfjarða ehf
66.151329,-23.243112|/media/113704/Landsnet_02.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Varaaflstöð fyrir Landsnet|/starfsemi/verk/fyrri-verk/virkjanir-og-storidja/varaaflstod-fyrir-landsnet/| Verkið felur í sér byggingu um 1.000 m² staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og díselrafstöðvar í Bolungarvík.|terrain | blue | Nánar