Stakkur-Tengivirki Helguvík

IAV byggir 10  m háa tengibyggingu, með 740 m2 botnfleti, fyrir Landsnet.  Undirstöður, gryfjur og gólfplötur  eru staðsteyptar. Byggingin skiptist í þrjá meginhluta  stjórnrými, rofasal og tvískipt spennarými.

Burðarvirki hússins er sambaland af steypu og stálvirki.  Útveggir verða klæddir með þremur gerðum af álklæðningu og því til viðbótar eru tveir veggir sjónsteypuveggir. Þak sjónrýmis er steypt með pappa og einangrun, en þök annarra rýma eru klædd með steinullareiningum með ásoðnum pappa. Hluti samnings eru einnig almennar raflagnir, pípulagnir og loftræsing ásamt innanhúss frágangi og  frágangi lóðar. Háspennukerfin eru ekki hluti af samningi IAV.

Helstu magntölur:

Steypa 550 m3
Steypustyrktarstál 30.000 kg
Mót 2700 m2 þarf af sjónsteypa 100 m2
Stálvirki 40.000 kg
Þakeiningar  650 m 2
klæðningar 770 M2
Jarðskaut 1000 m
Borhola með jarðskaupsteini 40 m.

Verkkaupi Landsnet hf
Verk hafið Apríl 2015
Verklok Desember 2015
Arkitektar Hornsteinar
Burðarþolshönnun Verkfræðistofa Suðurnesja ehf 
Lagnir og loftræstikerfi Verkfræðistofa Suðurnesja ehf
Raflagnahönnun Verkfræðistofa Suðurnesja ehf
Eftirlit VSÓ

 

64.025184, -22.577328|/media/161244/Stakkur_Helguvik.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Stakkur-Tengivirki Helguvík|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/stakkur-tengivirki-helguvik/| IAV byggir 10 m háa tengibyggingu, með 740 m2 botnfleti, fyrir Landsnet. |terrain | blue | Nánar