Fréttir

Til viðskiptavina ÍAV þjónustu ehf.
18. desember 2014

Til viðskiptavina ÍAV þjónustu ehf.

Frá og með 1. janúar 2015 verður ÍAV þjónusta ehf. kt. 651005-0430 sameinuð Íslenskum aðalverktökum hf. (ÍAV hf.) kt. 660169-2379. Sameiningin markar lok þeirrar endurskipulagningar sem ÍAV samstæðan hefur gengið í gegnum á árinu.


Fréttir frá Snekkestad í Noregi
12. desember 2014

Fréttir frá Snekkestad í Noregi

Hérna á Snekkestad er allt á fullu þessa dagana. Lokadagsetning fyrir norðurhlutann af göngunum, ca. 1 km af jarðgöngum, er þann 18. desember og við erum að vinna í þeim lokafrágangi á fullu. Seinni hlutanum af göngunum, ca. 1,1 km, á að skila þann 12. janúar 2015. Samkvæmt okkar áætlun þá munum við ná að klára báða verkhlutana á áætlun.

Samningur við HB Granda
03. desember 2014

Samningur við HB Granda

Þann 21. nóvember sl. var undirritaður samningur á milli HB Granda og ÍAV um framkvæmdir við Norðurgarð í Reykjavík. Samningurinn tekur til byggingar 1.440 fermetra viðbyggingar við fiskiðjuver félagsins á Norðurgarði og 260 fermetra sorpflokkunarstöðvar auk aðstöðu til geymslu veiðarfæra.

Boxið - Framkvæmdarkeppni framhaldsskólanema
21. nóvember 2014

Boxið - Framkvæmdarkeppni framhaldsskólanema

Það voru átta lið úr mismunandi framhaldsskólum sem kepptu í átta þrautum frá mismunandi fyrirtækjum. Keppendurnir fóru á milli stofa til þess að leysa þrautirnar og máttu ekki vita neitt um hana fyrr en þau mættu á svæðið.

Flughermir Icelandair að taka á sig mynd
25. september 2014

Flughermir Icelandair að taka á sig mynd

Á Flugvöllum í Hafnarfirði er unnið af kappi við að setja saman Boeing 757 flughermi sem nýttur verður í ný- og endurþjálfun flugmanna Icelandair.

Ný kísilmálmverksmiðja í Helguvík
01. september 2014

Ný kísilmálmverksmiðja í Helguvík

Skóflustunga að nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík var tekin þann 27 ágúst síðastliðinn. Félagið hefur samið við ÍAV um byggingu verksmiðjuhúss, ofnhúss, og ýmsar framkvæmdir á lóðinni. Verkís er samstarfsaðili ÍAV.