Fréttir

Sala hafin í Ásakór
09. september 2005

Sala hafin í Ásakór

Hafnar eru framkvæmdir og sala íbúða í Ásakór 2-4 í Kópavogi.Húsið er glæsilega hannað 3ja hæða lyftuhús, með 18 íbúðum. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja frá 96-120 fermetrar að stærð.Sér inngangur er í hverja íbúð.Hverri íbúð fylgir eitt bílastæði í bílageymslu.Íbúðunum er skilað fullbúnum án gólfefna með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum.


Sundlaug á Eskifirði
10. ágúst 2005

Sundlaug á Eskifirði

ÍAV hófu framkvæmdir við byggingu sundlaugar á Eskifirði í byrjun júní. Um er að ræða 25 metra útisundlaug, rennibrautarlaug, vaðlaug, tvo heita potta og aðalbyggingu.

26. júlí 2005

Stækkun Lagarfossvirkjunar

ÍAV hófu um miðjan apríl 2005 framkvæmdir við stækkun Lagarfossvirkjunar fyrir RARIK. Verkefnið felur í sér stækkun stöðvarhúss til norðurs, nýtt inntak norðan við það sem fyrir er og þrýstivatnsstokk á milli nýja inntaksins og stöðvarhúsviðbyggingar.

Smáraflöt Akranesi
20. júlí 2005

Smáraflöt Akranesi

Unnið er að byggingu 12 íbúða fjölbýlishúss við Smáraflöt 3. Í dag er verið að reisa 2 önnur fjölbýli og búið er að byggja raðhús við sömu götu.

24. júní 2005

Grunnskóli í Staðahverfi

ÍAV hófu í ágúst 2004 byggingu á grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi. Verkið felst í jarðvinnu, uppsteypu og frágangi að utan og innan en skólinn verður tæplega 3.000 fermetrar að grunnfleti á einni hæð. Byggingin er á einni hæð að mestu, en á efri hæð er tæknirými

23. júní 2005

Útboð lóða í öðrum áfanga við Þrastarhöfða

Miðvikudaginn 14. júní rann út frestur til að skila inn tilboðum í lóðir í öðrum áfanga við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ. Um 16 einbýlishúsalóðir var að ræða. Lóðirnar verða byggingarhæfar 22. júlí nk. Útboði er lokið og haft hefur verið samband við bjóðendur.

Stækkun Kringlunnar
13. júní 2005

Stækkun Kringlunnar

ÍAV og Fasteignafélagið Stoðir hafa samið um að ÍAV stækki Kringluna til suðurs. Kringlan verður stækkuð um rúmlega 1.500 fermetra á tveimur hæðum. Vinna við stækkunina hefst í október og er áætlað að henni ljúki næsta vor.