Fréttir

ÍAV styrkja skólastarf á Seychelleseyjum
09. apríl 2008

ÍAV styrkja skólastarf á Seychelleseyjum

Íslenskir aðalverktakar eru aðalstuðningsaðilar verkefnisins „Tölvuvæðing grunnskóla Seychelleseyja í Indlandshafi“ sem nú hefur staðið yfir í um tvö ár, en mjög margir hafa stutt verkefnið og komið að því með einum eða öðrum hætti. Búið er að tölvuvæða 19 af 23 grunnskólum eyjanna og mun verkefnið klárast um áramót og verða þá allir grunnskólar eyjanna komnir með tölvur.


Til hamingju!
09. apríl 2008

Til hamingju!

Föstudaginn 26. október var formlega tekin í notkun nýr og glæsilegur fjórtán hæða turn sem er viðbygging við Grand Hótel Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar óska eigendum og starfsfólki til hamingju með fallega byggingu, með þakklæti fyrir samstarfið.

ÍAV sjá um framkvæmdir fyrir Mörkina
09. apríl 2008

ÍAV sjá um framkvæmdir fyrir Mörkina

ÍAV hafa tekið að sér að ljúka framkvæmdum við þrjú fjölbýlishús að Suðurlandsbraut 58-60 . Húsin eru fjögurra hæða auk kjallara og tengjast húsin saman með bílakjallara. Í hverju húsi eru 26 íbúðir og eru íbúðirnar því 78 talsins og er heildarstærð þeirra tæplega 14.000 fermetrar. ÍAV munu taka við framkvæmdinni þegar húsin eru uppsteypt og sjá um fullnaðarfrágang en gert er ráð fyrir að uppsteypu ljúki í aprílmánuði. Íbúðirnar verða seldar eldriborgunum en Mörkin eignarhaldsfélag mun sjá um söluna.

Hálf öld að baki
08. apríl 2008

Hálf öld að baki

Það er ekki á hverjum degi sem menn ná þeim merka áfanga að starfa hjá sama vinnuveitanda í 50 ár en því náði Bragi Hansson þann 8. apríl 2008. Bragi man tímana tvenna í starfsemi fyrirtækisins og hefur verið þátttakandi í miklum og margvíslegum breytingum á starfsemi þess. Fyrstu fjóra áratugina eða svo var starfsemi félagsins að mestu einskorðuð við Keflavíkurflugvöll og aðallega unnið fyrir einn verkkaupa. Á þessum tíma var Bragi andlit fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu og var í raun eini sýnilegi hluti af starfsemi félagsins fyrir stórum hluta birgja og viðskiptamanna.

Samningar um Bolungarvíkurgöng undirritaðir
08. apríl 2008

Samningar um Bolungarvíkurgöng undirritaðir

Skrifað hefur verið undir samninga um gerð Bolungarvíkurganga milli ÍAV og Marti Contractors frá Sviss og Vegagerðarinnar. Undirritunin fór fram í Ráðhúsinu í Bolungarvík þriðjudaginn 8. apríl s.l.<br><br> Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors áttu lægsta tilboðið í jarðgangagerðina en tilboðið hljóðaði uppá 3.479.000.000.- kr eða tæpa þrjá og hálfan milljarð króna sem er um 88 % af áætluðum kostnaði. Tilboð í göngin voru opnuð hjá Vegagerðinni 22. janúar s.l.

ÍAV á Framadögum
31. janúar 2008

ÍAV á Framadögum

Framadagar 2008 voru haldnir í Háskólabíói föstudaginn 1. febrúar. Alls kynntu þar rúmlega 30 fyrirtæki starfsemi sína og var þetta í fyrsta skipti sem ÍAV tóku þátt.

ÍAV buðu lægst í Óshlíðargöng
24. janúar 2008

ÍAV buðu lægst í Óshlíðargöng

Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors áttu lægsta tilboðið í gerð Óshlíðarganga. Tilboðið hljóðaði upp á 3.479 milljónir króna og var 87,88% af áætluðum kostnaði sem hljóðaði upp á 3.959 milljónir króna.

ÍAV byggja fjölbýlishús á Reyðarfirði
28. desember 2007

ÍAV byggja fjölbýlishús á Reyðarfirði

Þann 27. desember s.l. var undirritaður samningur um byggingu fjölbýlishúss fyrir Vélsmiðju Hjalta Einarssonar hf. Húsið sem er fjórtán íbúða á tveimur hæðum mun rísa að Bakkagerði 5-7 á Reyðarfirði. Framkvæmdir eru hafnar.