Fréttir

Búrfellsvirkjun II
21. maí 2016

Búrfellsvirkjun II

Starfsmenn ÍAV og undirverktaka vinna nú hörðum höndum við aðstöðusköpun ásamt því að hefja vinnu við gangnagerð og inntaksmannvirki. Þessar myndir voru teknar á svæðinu 20. maí sl.


Keflavíkurflugvöllur Endurnýjun flugbrauta
14. maí 2016

Keflavíkurflugvöllur Endurnýjun flugbrauta

Undirbúningur framkvæmda við endurnýjun flugbrauta á Keflavíkurflugvelli er nú í fullum gangi. Verkið felst í endurnýjun yfirborðs á brautum 02-20 og 11-29, með fræsun og malbikun, ásamt því að leggja nýtt raflagnakerfi að nýjum hliðar- og brautarljósum.

Undirritun verksamnings í Smáralind
26. apríl 2016

Undirritun verksamnings í Smáralind

ÍAV og Eignarhaldsfélagið Smáralind skrifuðu undir verksamning þann 19. apríl 2016 um breytingar á Smáralindinni. Verksamningurinn er stýriverktökusamningur og er verkið þegar hafið.

Landsvirkjun tilkynnir samning við ÍAV
23. mars 2016

Landsvirkjun tilkynnir samning við ÍAV

Landsvirkjun hefur nýverið undirritað tvo verksamninga í tengslum við framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar og er ÍAV meðal þeirra sem samið hefur verið við.

Starfsmaður óskast
19. janúar 2016

Starfsmaður óskast

ÍAV óskar eftir að ráða laghentan starfsmann t.d. vélvirkja til starfa til umsjónar, uppsetningar og eftirlits á vinnulyftum og byggingakrönum.

Samið um Suður­nesjalínu
18. janúar 2016

Samið um Suður­nesjalínu

Landsnet hef­ur samið við Íslenska aðal­verk­taka um und­ir­bún­ings­vinnu vegna bygg­ing­ar Suður­nesjalínu, 220 kílóvolta há­spennu­línu frá Hraun­hellu í Hafnar­f­irði að Rauðamel norðan Svarteng­is. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta til­boðið upp á 320 millj­ón­ir en kostnaðaráætl­un Landsnets hljóðaði upp á tæp­lega 390 millj­ón­ir.