Fréttir

Þjónustustöð N1 við Bíldshöfða
17. október 2008

Þjónustustöð N1 við Bíldshöfða

ÍAV hófu í janúar 2008 að byggja nýja þjónustustöð fyrir N1 við Bíldshöfða. Um er að ræða verulega stækkun á lóð og byggingu tveggja húsa þar sem N1 var með bensínstöð. Byggð var þjónustustöð sem er um 515 fermetrar að stærð. Sambærileg þeim sem ÍAV hafa áður byggt fyrir N1 í Fossvogi, við Hringbraut, í Borgartúni og Mosfellsbæ. Auk þess var byggt um 500 fermetra dekkja- og smurverkstæði með dekkjahóteli í kjallara. Bætt aðgengi er að metanafgreiðslu, með fleiri metandælum sem settar voru upp á dælueyjum. Metanlögn sem liggur frá Álfsnesi er tengd inn á stöðina og er hún birgðastöð. Jafnframt er stöðin nýtt sem átöppunarstaður fyrir metangáma. Stöðin var tekin í notkun í byrjun júlí 2008.


Vélsmiðja á Reyðarfirði
17. október 2008

Vélsmiðja á Reyðarfirði

Í nóvember 2007 hófu Íslenskir aðalverktakar vinnu við rúmlega 4.000 fermetra stálgrindarhús að grunnfleti að Hrauni 5 í Reyðarfirði. Húsið skiptist í 1340 fermetra kerverkstæði, rafmagnsverkstæði sem er um 320 fermetrar, vélaverkstæði sem er um 1060 fermetrar, renniverkstæði sem er um 670 fermetrar, verslun sem er um 200 fermetrar, dauðhreinsiherbergi sem eru 50 fermetrar og kaffi og matsalur sem er 430 fermetrar.

Vélaverkstæði við Melabraut í Hafnarfirði
17. október 2008

Vélaverkstæði við Melabraut í Hafnarfirði

ÍAV byggðu Við Melabraut á Hvaleyraholtinu í Hafnafirði stálgrindarverkstæði fyrir Vélaverkstæði Hjalta. Í verkinu fólst að reisa 900 fermetra skemmu og 300 fermetra steinsteypt geymslurými. Stálgrindarskemman var klædd með einangrunarpanil úr áli. Hafist var handa við að byggja skemmuna í desember 2007, en áður hafði hús verið rifið sem stóð á byggingarstaðnum. Verklok voru í september 2008.

Uppgreftri lýkur vegna rafstrengjaverkefnis
19. september 2008

Uppgreftri lýkur vegna rafstrengjaverkefnis

Senn lýkur lagningu 132kV rafstrengja fyrir Orkuveitu Reykjavíkur en uppgreftri er lokið. Um miðjan september 2007 hófst undirbúningsvinna hjá ÍAV. Strengirnir eru alls um 10,2 km að lengd, liggja á milli aðveitustöðva við Korpu og Borgartún. Auk þess hafa fjarskiptastrengir verið lagðir samhliða. Verkið hefur gengið einkar vel en borað var og lagðar lagnir undir 14 götur auk Elliðaár.

Undirstöður steyptar í Helguvík
12. september 2008

Undirstöður steyptar í Helguvík

ÍAV steyptu í dag fyrstu undirstöðurnar að kerskála álvers Norðuráls í Helguvík. Í kerskálann fullbyggðan er gert ráð fyrir að fari um 36.000 rúmmetrar af steypu og 60.000 rúmmetrar í álverið fullbyggt

ÍAV byggja nýtt Garðatorg
11. september 2008

ÍAV byggja nýtt Garðatorg

Undirritun samninga og fyrsta skóflustungan að nýju Garðatorgi, var tekin þann 11. september 2008. Nýtt Garðatorg er annar áfangi í uppbyggingu á miðbæjarsvæði Garðabæjar og sjá ÍAV um framkvæmdir fyrir fasteignaþróunarfélagið Klasa sem vinna að uppbyggingunni í samvinnu við Garðabæ. Við torgið verða verslanir, þjónustufyrirtæki, menningarlíf og íbúðir. Framkvæmdum við torgið lýkur á árinu 2010.

09. september 2008

Annar áfangi Sjálandsskóla

ÍAV hófu í júní 2008 vinnu við um 3000 fermetra tengibyggingu við núverandi skólabyggingu Sjálandsskóla. Tengibyggingin er staðsett við sjó og gangurinn sem tengir byggingarnar saman liggur yfir Vífilstaðarlækinn. Tengibyggingin mun m.a. hýsa sundlaug, íþróttasal og mötuneyti.

Sprengt í Óshlíðargöngum
05. september 2008

Sprengt í Óshlíðargöngum

Í gær var í fyrsta sinn sprengt í Óshlíaðrgöngum. Fjöldi manns var samankomin þegar sprengingin reið yfir og var um mikinn hvell að ræða. Kristján L. Möller sá um aðgerðina eftir að sprengimeistarar Ósafls höfðu komið sprengiefninu fyrir.

ÍAV leiðir hjálparstarf í Afríku
05. september 2008

ÍAV leiðir hjálparstarf í Afríku

Á smáeyjum í Indlandshafi hafa Íslenskir aðalverktakar ásamt fjölda fyrirtækja og stofnana tölvuvætt alla grunnskóla Seychelles-eyja. Verkefnið hefur staðið í rúm tvö ár og fjöldi tæknimanna og kennara farið á staðinn til að kenna á búnaðinn.

Vel gengur með Bolungarvíkurgöng
27. ágúst 2008

Vel gengur með Bolungarvíkurgöng

Ósafl hefur í sumar verið að grafa frá bergi við fyrirhugaða jarðgangamunna. Framkvæmdum miðar vel, en á svæðinu eru nú um 30 manns og fer fjölgandi á næstu vikum. Búið er að hreinsa allt laust efni frá borstafninum Bolungarvíkurmegin og Hnífsdalsmegin. Formleg sprengivinna hefst um mánaðamótin.