Fréttir

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.


Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

 ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina
12. nóvember 2022

ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina

Enn bætist í tækjaflóð ÍAV og í þetta sinn rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Fjallað er meira um vélina hér: https://www.veltir.is/is/frettir/iav-kaupir-fyrstu-rafknunu-volvo-vinnuvelina

Ný tæki hjá ÍAV
23. september 2022

Ný tæki hjá ÍAV

Eftir talsverða bið þá er ánægjulegt að segja frá því að ÍAV hefur á síðustu mánuðum fengið afhent talsvert af nýjum tækjum. Má þar helst nefna Volvo beltagröfu , Caterpillar beltagröfu, tvær Volvo hjólagröfur, Volvo hjólaskóflu, Liebherr hjólaskóflu, Caterpillar jarðýtu og Liebherr byggingakrana. Endurnýjun tækja er ein af megin forsendum góðs rekstrar og er það trú okkar að þessi tæki muni styðja við rekstur ÍAV á komandi árum.

Opnað fyrir umferð um nýjan kafla Suðurlandsvegar
09. september 2022

Opnað fyrir umferð um nýjan kafla Suðurlandsvegar

Opnað var fyrir umferð um hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan kafla Suðurlandsvegar undir Ingólfsfjalli í gær. Fjallað var um framkvæmdina og opnunina á heimasíðu vegagerðarinnar og í fréttum í gær.

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2
21. júní 2022

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2

Framkvæmdir við Brimketil áfanga 2 gengu vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna brims og flóðs. ÍAV sá um að stækka útsýnispallinn þannig að fólk komist nær stóra Brimkatlinum og bæta aðgengi að stiga. Verk lauk í byrjun júní.