Almennar fréttir

22. september 2021

Áfanga ll - Stapaskóli

ÍAV hefur undirritað samning við Reykjansbæ um uppbyggingu á áfanga ll við Stapaskóla á Dalsbraut 11-13. Flatarmál stækkunarinnar er 5600 m2 og mun stækkunin hýsa fullbúið íþróttahús sem rúmar fullan keppnisvöll í körfubolta með allt að 1.200 áhorfendur og 25 metra innisundlaug ásamt heitum pottum.

Helstu verkþætti eru eftirfarandi:

  • Aðstaða og jarðvinna: Aðstöðusköpun, uppsetning varnargirðinga, gröftur og fylling lagnaskurða, fyllingar innan og utan með sökklum, þjöppuð fylling.

  • Burðarvirki: Steypumót, járnbending, steinsteypa, einangrun, ísteyptir hlutir, stálvirki, stálplötur í þaki, stein- og kjarnaborun, sögun.

  • Lagnir: Frárennslislagnir, neyslukerfi, hitaveitukerfi, hreinlætisbúnaður, vatnsúðakerfi, loftræstikerfi, sundlaugakerfi.

  • Rafkerfi: Lagnaleiðir, lágspennukerfi, lýsingarkerfi, smáspennu- og sérkerfi, loftræsti[1]og hitakerfi.

  • Frágangur innan hús: Múrverk, trésmíði, járn- og blikksmíði, málun, innréttingar, innihurðir, gluggar og glerveggir, gólfefni, flísalögn og ýmis búnaður.

  • Frágangur utanhúss: Niðurrif, múrverk, frágangur útveggja, þakfrágangur, járn og blikksmíði, útihurðir, gluggar og gler.

Vinnan hefst strax og afhending verður 15. desember 2022.

Einnig má sjá umfjöllun um verkið á Víkurfréttir hér:
Fullbúið keppnishús og 25 metra sundlaug við Stapaskóla eftir 15 mánuði - Víkurfréttir (vf.is)

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn