Almennar fréttir

14. nóvember 2008

Árangur ÍAV í öryggismálum í Helguvík til fyrirmyndar

Góður árangur í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum hefur náðst hjá ÍAV við byggingu kerskála fyrir álverið í Helguvík.  Fyrsta skóflustungan að nýju álveri var tekin þann 7. júní s.l.  Starfsmenn ÍAV hafa unnið 50.000 klukkustundir, sem jafngildir 25 mannárum, við verkið án fjarveruslysa.  Fjarveruslys eru þau slys þar sem starfsmaður getur ekki komið til vinnu daginn eftir slysið. 

ÍAV hafa lagt þunga áherslu á öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál í verkum sínum og hefur slysatíðni hjá ÍAV verið lægri en almennt í byggingariðnaði á Íslandi.  Árangurinn í Helguvík er enn betri en meðaltalsárangur ÍAV varðandi almenna slysatíðni.  Þessum góða árangri í Helguvík má þakka samstilltu átaki allra stjórnenda ÍAV við verkið í samvinnu við verkkaupann Norðurál, sem setti mjög auknar áherslur á þessi mál strax við samningsgerð um verkið auk starfsmanna verksins.   

Stjórnendur ÍAV í verkinu settu í upphafi skýrar línur sem miðlað var til starfsmanna og það varð öllum gert ljóst að fara ætti eftir enn ríkari kröfum varðandi öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál.  Þessum skilaboðum er komið til allra starfsmann á fræðslufundum sem verkkaupi og ÍAV eru með fyrir alla nýja starfsmenn áður en þeir hefja störf.  Sérstakur öryggisfulltrúi ÍAV á verkstað sér svo um eftirfylgni, fræðslu og skýrslugerð.

Mesta áherslubreytingin sem er í Helguvík frá öðrum verkum ÍAV er notkun á „Start-kortum“ og auknum áhættugreiningum.  Á hverjum morgni áður en vinna hefst þá fara allir starfsmenn í fyrirfram ákveðnum 4-20 manna hópum yfir verk dagsins, tala um helstu hætturnar og niðurstöðurnar eru því næst skráðar á Start-kortin, ásamt því að áhættugreiningarblað verksins er skoðað og yfirfarið.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn