Almennar fréttir

31. janúar 2008

ÍAV á Framadögum

Framadagar 2008 voru haldnir í Háskólabíói föstudaginn 1. febrúar. Alls kynntu þar rúmlega 30 fyrirtæki starfsemi sína og var þetta í fyrsta skipti sem ÍAV tóku þátt. Framadagar hafa það að markmiði að auka samskipti milli atvinnulífs og menntasamfélagsins og kynna háskólanemum hin fjöldamörgu tækifæri sem nám þeirra býður þeim upp á. Þar er góður vettfangur fyrir námsfólk að kynnast því hvaða tækifæri atvinnulífið býður upp á að námi loknu, kynnast fulltrúum helstu fyrirtækja á vinnumarkaðnum og koma sér og sínum hugmyndum á framfæri. Svo fátt eitt sé nefnt.

Framadagar sem eru að erlendri fyrirmynd voru fyrst haldnir í aðalbyggingu Háskóla Íslands vorið 1995 og tóku 34 fyrirtæki þátt í fyrsta skiptið. Allar götur síðan hafa Framadagar skilað ómetanlegum tengslum á milli fyrirtækja, starfsmanna og menntafólks. Nemendur hafa komist í framtíðarstarf í framhaldi af framadögum og unnið lokaverkefni í samstarfi við fyrirtæki. Í ár voru Framadagar haldnir í fjórtánda skipti.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn