Almennar fréttir

31. janúar 2008

ÍAV á Framadögum

Framadagar 2008 voru haldnir í Háskólabíói föstudaginn 1. febrúar. Alls kynntu þar rúmlega 30 fyrirtæki starfsemi sína og var þetta í fyrsta skipti sem ÍAV tóku þátt. Framadagar hafa það að markmiði að auka samskipti milli atvinnulífs og menntasamfélagsins og kynna háskólanemum hin fjöldamörgu tækifæri sem nám þeirra býður þeim upp á. Þar er góður vettfangur fyrir námsfólk að kynnast því hvaða tækifæri atvinnulífið býður upp á að námi loknu, kynnast fulltrúum helstu fyrirtækja á vinnumarkaðnum og koma sér og sínum hugmyndum á framfæri. Svo fátt eitt sé nefnt.

Framadagar sem eru að erlendri fyrirmynd voru fyrst haldnir í aðalbyggingu Háskóla Íslands vorið 1995 og tóku 34 fyrirtæki þátt í fyrsta skiptið. Allar götur síðan hafa Framadagar skilað ómetanlegum tengslum á milli fyrirtækja, starfsmanna og menntafólks. Nemendur hafa komist í framtíðarstarf í framhaldi af framadögum og unnið lokaverkefni í samstarfi við fyrirtæki. Í ár voru Framadagar haldnir í fjórtánda skipti.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn