Almennar fréttir

05. desember 2004

ÍAV afhendir fyrsta húsið á Austurlandi

ÍAV hafa afhent fyrsta húsið sem fyrirtækið byggir á Austurlandi. Húsið er glæsilegt einnar hæðar einbýlishús um 200 fermetrar að stærð með bílskúr. Húsið stendur við Vallargerði 17 á Reyðarfirði.

Alls hafa ÍAV fengið úthlutað lóð undir 151 íbúð í Bakkagerði á Reyðarfirði. ÍAV hafa í samvinnu við Fjarðabyggð gert breytingar á skipulagi sem fyrir lá af hverfinu, með það í huga að þétta þá byggð sem fyrir er og auka fjölbreytileika í íbúðagerðum. Í Bakkagerði verða samkvæmt gildandi skipulagi 55 einbýlishús, 44 íbúðir í rað- og parhúsum og 52 íbúðir í fjölbýlishúsum. Fjölbýlishúsin verða lágreist, 2-3 hæðir með 5 til 16 íbúðum.

Á Egilsstöðum hafa ÍAV fengið úthlutað lóðum fyrir 123 íbúðir í Votahvammi. ÍAV hafa látið deiliskipuleggja skjólgott og fjölbreytt íbúðahverfi milli núverandi byggðar og Eyvindarár. Skipulag svæðisins samanstendur af fimm húsaþyrpingum og tólf sérstæðum lóðum. Þyrpingarnar mynda sameiginlegt miðjurými, með leik- og útivistarsvæði og í hverri þyrpingu eru sameiginleg bílastæði. Eyvindaráin rennur í norðurjaðri Votahvamms og verður suðurbakki árinnar styrktur og endurgerður og svæðið meðfram ánni nýtt til útivistar.

Göngustígar verða lagðir um svæðið sem tengjast göngustígum í núverandi íbúðabyggð. Eitt leiksvæði verður á skipulagssvæðinu og verður það tengt nærliggjandi lóðum með göngustígum. Framkvæmdir við gatnagerð hefjast í nóvember nk. Á svæðinu verða 10 einbýlishús, 41 íbúð í rað- og parhúsum og 72 íbúðir í fjölbýlishúsum. Fjölbýlishúsin verða þriggja hæða með 12 íbúðum hvert.

 

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn