Almennar fréttir

16. júní 2008

ÍAV afhendir Pennanum hf. lyklana að nýju húsnæði

Þann 13.júní síðastliðinn var Ingþóri Ásgeirssyni framkvæmdastjóra verslunarsviðs Pennans og Guðríði Sigurðardóttur starfsmannastjóra Pennans afhentir lyklar að 1.500 fermetra framtíðarskrifstofuhúsnæði Pennans á annarri hæð í nýju skrifstofubyggingunni í Glæsibæ.  Penninn hyggst færa skrifstofur sínar þangað á næstu vikum. Frá ÍAV voru viðstaddir Kristján Arinbjarnar framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs, Jón Örn Jakobsson verkefnastjóri, Guðmundur Pálsson skrifstofustjóri og Össur Friðgeirsson byggingastjóri. ÍAV á húsnæðið og leigir út.

Penninn ehf. á og rekur verslanir Eymundsson og Pennans, ásamt verslun Saltfélagsins og rekur ásamt þeim kaffihús undir nafninu Te og Kaffi. Auk þess á Penninn helmingshlut í Habitat á Íslandi, meirihluta í húsgagnafyrirtækinu Coppa í Lettlandi, meirihluta í GH ljósum í Garðabæ, rekstrarvörukeðjuna Officeday sem starfar í Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen og kaffiframleiðandann Melna Kafija ásamt því að eiga meirihluta í Insomnia kaffihúsakeðjunni sem starfrækt er á Írlandi.

Byrjað var að byggja nýju skrifstofubygginguna í mars 2006, en byggingin er um 10.000 fermetrar að stærð á 8 hæðum auk kjallara á 2 hæðum. Hreyfing og Bláa Lónið hófu starfsemi sína í byggingunni um áramótin og eru á þremur neðstu hæðum hússins (tveimur kjallarahæðum og fyrstu hæð). Sjónlag mun hefja starfsemi á fimmtu hæð í húsinu í haust eða byrjun vetrar og læknastofur verða opnaðar á þriðju og fjórðu hæðinni í vetur.
 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn