Almennar fréttir

22. desember 2018

ÍAV byggir fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Verksamningur milli Garðabæjar og Íslenskra aðalverktaka um hönnun og byggingu á nýju fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ var undirritaður föstudaginn 21. desember. Undirritunin fór fram utandyra í Vetrarmýri á þeim stað þar sem húsið mun rísa. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar undirritaði samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Sigurður R. Ragnarsson forstjóri fyrir hönd Íslenskra aðalverktaka.

Í lok síðasta árs var auglýst eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á fjölnota íþróttahúsi í landi Vífilsstaða í Garðabæ. Tilboð Íslenskra aðalverktaka skoraði hæst með tilliti til gæða og verðs.

Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80x120 m með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 17.000m². Hönnunarvinna verktaka hefst í janúar 2019 og gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2021. Samningsfjárhæð vegna byggingar hússins er rúmir fjórir milljarðar. 

Uppbygging á fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ hefur verið í undirbúningi lengi og aðstaða til íþróttaiðkunar í bæjarfélaginu verður enn öflugri með tilkomu hússins og í anda viljayfirlýsingar frá því í vor um að Garðabær verði heilsueflandi samfélag.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn