Almennar fréttir

16. ágúst 2019

ÍAV byggir hótel fyrir Marriott.

ÍAV eru að byggja hótel við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ við torg sem heitir Aðaltorg. Þar er mikil uppbygging í gangi og erum við í fasa 2 af 5. Fyrsti fasinn var Olís bensínstöð.

Hótelið er hluti af Marriott keðjunni og heitir Courtyard By Marriott þetta er 150 herbergja hótel á 4 hæðum þar sem venjuleg herbergi eru um 22 fermetrara og herbergi fyrir hreyfihamlaða eru um 26 fermetrar alls eru 18 herbergi fyrir hreyfihamlað í hótelinu, á fyrstu hæðinni eru tveir fundarsalir, líkamræktarherbergi, bar og veitingarstaður sem er rekinn af hótelinu, gert er ráð fyrir 3 verslunarrýmum og einum veitingarstað í viðbót á fyrstu hæðinni ótengt hótelinu.

 Einingarnar eru smíðaðar í Kína undir ströngu eftirliti verkkaupa sem er Aðaltorg ehf. og eru þær fluttar inn í samstarfi við fyrirtæki í Bretlandi

Þetta er í fyrsta sinn sem einingar af þessu tagi eru settar upp fyrir utan Bretland í Evrópu og erum við stoltir af því að sjá um þetta verkefni.

Einingarnar eru byggðar úr stáli alls 78 einingar og eru þær einangraðar bæði að innan og utan. Hver hæð er um 1550 fermetrara og er heildarfermetrar um 6800 á allri byggingunni.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn