Almennar fréttir

28. desember 2007

ÍAV byggja fjölbýlishús á Reyðarfirði

Þann 27. desember s.l. var undirritaður samningur um byggingu fjölbýlishúss fyrir Vélsmiðju Hjalta Einarssonar hf. Húsið sem er fjórtán íbúða á tveimur hæðum mun rísa að Bakkagerði 5-7 á Reyðarfirði. Framkvæmdir eru hafnar.

Sér inngangur er í hverja íbúð en þeim verður skilað fullbúnum með öllum innréttingum, tækjum og gólfefnum. Lóð verður fullfrágengin, stígar verða hellulagðir og malbikaðir að hluta. Bílastæði verður malbikað og stæði afmörkuð með línum. Vélsmiðja Hjalta mun nýta húsið undir starfsmenn sína sem starfa munu í nýrri vélsmiðju sem verið er að byggja á Reyðarfirði. Fyrstu íbúðunum verður skilað til eigenda sinna í júlí 2008 en verklok eru 1. september sama ár.

Auk framkvæmda við fjölbýlishúsið eru ÍAV einnig að reisa fyrir Vélsmiðju Hjalta, vélsmiðju á Reyðarfirði sem skilast fullbúin í júlí 2008 og vélsmiðju í Hafnarfirði sem skilast í maí sama ár.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn