Almennar fréttir

07. nóvember 2007

ÍAV byggja fyrir N1

Skrifað hefur verið undir samning milli N1 og ÍAV vegna framkvæmda við nýbyggingar að Bíldshöfða 2. Framkvæmdir hefjast í byrjun janúar.

Um er að ræða verulega stækkun á lóð og byggingu tveggja húsa þar sem N1 er nú með bensínstöð. Annars vegar verður byggð þjónustustöð sem verður um 515 fermetrar að stærð. Sambærileg þeim sem ÍAV hafa áður byggt fyrir N1 í Fossvogi, við Hringbraut, í Borgartúni og Mosfellsbæ. Hins vegar verður byggt um 500 fermetra dekkja- og smurverkstæði með dekkjahóteli í kjallara.

Bætt aðgengi verður að metanafgreiðslu, með fleiri metandælum sem settar verða upp á dælueyjar. Metanlögn sem liggur frá Álfsnesi verður tengd inn á stöðina og verður hún birgðastöð. Jafnframt verður stöðin nýtt sem átöppunarstaður fyrir metangáma.

Stöðin verður tekin í notkun í byrjun júlí 2008.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn