Almennar fréttir

18. desember 2007

ÍAV byggja íþróttamiðstöð á Álftanesi

Þann 18. desember tók Kristján Sveinbjörnsson forseti bæjarstjórnar Álftaness, fyrstu skóflustunguna að nýrri sundlaug og viðbyggingu við íþróttahús bæjarins. Eignarhaldsfélagið Fasteign mun sem verkkaupi sjá um fjármögnun mannvirkjanna sem leigð verða til bæjarins. Um er að ræða byggingu 25 metra útisundlaugar, vaðlaugar fyrir börn, öldulaug, steypta potta og byggingu 12,5 metra langrar innilaugar ásamt viðbyggingu við íþróttahúsið. Einnig verður gengið frá undirstöðum vatnsrennibrautar sem verður allt að 10 metra há og því hæsta rennibraut á landinu.

Húsið er staðsteypt, með límtrésbitum í lofti og rúmlega 2.600 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Það er hannað af teiknistofunni T. Ark en verkfræðihönnun er í höndum Verkrfæðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Verkið er þegar hafið og verður mannvirkinu skilað tilbúnu til notkunar, með öllum innréttingum og tækjum þann 5. desember 2008.

 

 

 

 

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn