Almennar fréttir

09. júní 2008

ÍAV endurnýjar raflagnakerfi Keflavíkurflugvallar

Þann 6.júní síðastliðinn tók Hitaveita Suðurnesja fyrstu skóflustunguna fyrir endurnýjun raflagnakerfis Keflavíkurflugvallar, en verkið mun vera í höndum ÍAV, en breyta þarf raflagnakerfinu á svæðinu svo þau uppfylli íslensk lög, eigi síður en 1.október 2010.

Fyrsti áfangi verksins er endurnýjun rafdreifikerfis á iðnaðarhluta svæðisins, en einnig er áætlað að taka hluta íbúðarsvæðis í fyrsta áfanga.  Fyrsta áfanga verksins mun vera lokið í september og er ráðgert að aftengja eldra dreifikerfi iðnaðarsvæðisins þann 14. nóvember þessa árs.  

Í beinu framhaldi verður farið í vinnu við aðra hluta svæðisins og verður verkið unnið samfellt til verkloka.  Undirbúningsvinna verksins hefur staðið yfir undanfarna mánuði og hefur Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar,  í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, séð um hönnun nýja rafdreifikerfisins.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn