Almennar fréttir

31. janúar 2020

ÍAV er aðalverktaki við byggingu baðlóns á Kársnesi í Kópavogi

Nature Resort ehf. og ÍAV hf. undirrituðu 30. janúar 2020 verksamning sem felur í sér að ÍAV verður aðalverktaki við uppbyggingu á baðlóni fyrir Nature Resort ehf. við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi.  Samningsform er stýriverktaka.  Hlutverk ÍAV er að stýra uppbyggingu á baðlóni við sjóinn, kaldri laug og gufuböðum.  Nýbyggingin, sem verður á tveimur hæðum, mun meðal annars hýsa móttöku, búningsklefa, veitingasölu og verslun, auk ýmis stoð- og tæknirými.  Jarðvinnuframkvæmdir og lagnavinna í jörðu hófust haustið 2019 á vegum verkkaupa.  Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritunina, á henni eru í fremri röð, f.v. Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson aðaleigendur Nature Resort ehf. , Sigurður Ragnarsson forstjóri ÍAV.  Í aftari röð eru starfsmenn ÍAV, talið f.v. Haukur Magnússon, Oddur Helgi Oddsson, Ólafur Már Lárusson, Andrea Ösp Viðarsdóttir og Kristján Arinbjarnar.  Á myndina vantar Sigurjón Jónsson verkefnisstjóra.  Nánari upplýsingar veitir Gestur Þórisson í síma 862-0304.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn