Almennar fréttir

31. janúar 2020

ÍAV er aðalverktaki við byggingu baðlóns á Kársnesi í Kópavogi

Nature Resort ehf. og ÍAV hf. undirrituðu 30. janúar 2020 verksamning sem felur í sér að ÍAV verður aðalverktaki við uppbyggingu á baðlóni fyrir Nature Resort ehf. við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi.  Samningsform er stýriverktaka.  Hlutverk ÍAV er að stýra uppbyggingu á baðlóni við sjóinn, kaldri laug og gufuböðum.  Nýbyggingin, sem verður á tveimur hæðum, mun meðal annars hýsa móttöku, búningsklefa, veitingasölu og verslun, auk ýmis stoð- og tæknirými.  Jarðvinnuframkvæmdir og lagnavinna í jörðu hófust haustið 2019 á vegum verkkaupa.  Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritunina, á henni eru í fremri röð, f.v. Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson aðaleigendur Nature Resort ehf. , Sigurður Ragnarsson forstjóri ÍAV.  Í aftari röð eru starfsmenn ÍAV, talið f.v. Haukur Magnússon, Oddur Helgi Oddsson, Ólafur Már Lárusson, Andrea Ösp Viðarsdóttir og Kristján Arinbjarnar.  Á myndina vantar Sigurjón Jónsson verkefnisstjóra.  Nánari upplýsingar veitir Gestur Þórisson í síma 862-0304.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn