Almennar fréttir

27. ágúst 2007

ÍAV fá viðurkenningu umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2007

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hefur veitt Íslenskum aðalverktökum viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang lóða og góðan heildarsvip við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ.

Um er að ræða lóðir við við húsin númer 1-3, 2, 5 og 4-6 samtals fjögur fjölbýlishús á þremur hæðum, með sextíu íbúðum alls. Framkvæmdir hófust haustið 2004 og lauk í október 2006.

Bílastæði eru malbikuð og stígar og verandir hellulagðar með snjóbræðslu að hluta. Lóðir eru þökulagðar og limgerðum plantað við lóðamörk og séreignahluta. Við hönnunina var leitast við að ná fram hámarks notagildi húsa og lóða með þarfir íbúanna í huga ásamt fallegu útliti og samræmi í heildarsvip. Viðurkenningin undirstrikar hve vel til hefur tekist.

Húsin eru hönnuð af ASK arkitektum og Landslag ehf sá um lóðahönnun.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn