Almennar fréttir

27. ágúst 2007

ÍAV fá viðurkenningu umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2007

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hefur veitt Íslenskum aðalverktökum viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang lóða og góðan heildarsvip við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ.

Um er að ræða lóðir við við húsin númer 1-3, 2, 5 og 4-6 samtals fjögur fjölbýlishús á þremur hæðum, með sextíu íbúðum alls. Framkvæmdir hófust haustið 2004 og lauk í október 2006.

Bílastæði eru malbikuð og stígar og verandir hellulagðar með snjóbræðslu að hluta. Lóðir eru þökulagðar og limgerðum plantað við lóðamörk og séreignahluta. Við hönnunina var leitast við að ná fram hámarks notagildi húsa og lóða með þarfir íbúanna í huga ásamt fallegu útliti og samræmi í heildarsvip. Viðurkenningin undirstrikar hve vel til hefur tekist.

Húsin eru hönnuð af ASK arkitektum og Landslag ehf sá um lóðahönnun.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn