Almennar fréttir

03. desember 2015

ÍAV fær Volvo L180H hjólaskóflur afhentar

ÍAV fékk í dag afhentar tvær nýjar Volvo L180H hjólaskóflur af fjórum sem eru komnar til landsins. Verða næstu tvær L180H hjólaskóflurnar afhentar ÍAV á næstu dögum þegar standsetning hefur farið fram á Volvo atvinnutækjaverkstæði Brimborgar. 

Hér eru á ferðinni mjög öflugar rúmlega 28 tonna Volvo L180H hjólaskóflur sem eru mjög vel útbúnar í alla staði. Vélin er D13J, en hún er 13 lítra, 6 strokka línuvél sem er 334 hestöfl og skilar 2.030 Nm togi. Vélin uppfyllir Tier 4 Final stage mengunarstaðla. Fjöðrunarkerfi er á gálga sem eykur þægindin til muna þegar ekið er með fulla skóflu á ósléttu yfirborði auk þess sem vélin kemur útbúin með smurkerfi sem eykur uppi tíma og minnkar viðhald. 

Hjólaskóflurnar koma með frábærri lýsingu sem gerir vinnuna auðveldari og eykur öryggi þegar unnið er í myrkri. Ökumannshúsið er mjög vel útbúið með loftkælingu, fjölstillanlegu fjaðrandi ökumannssæti, bakkmyndvél, Lodatronic tölvuvog og fl.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn