Almennar fréttir

03. desember 2015

ÍAV fær Volvo L180H hjólaskóflur afhentar

ÍAV fékk í dag afhentar tvær nýjar Volvo L180H hjólaskóflur af fjórum sem eru komnar til landsins. Verða næstu tvær L180H hjólaskóflurnar afhentar ÍAV á næstu dögum þegar standsetning hefur farið fram á Volvo atvinnutækjaverkstæði Brimborgar. 

Hér eru á ferðinni mjög öflugar rúmlega 28 tonna Volvo L180H hjólaskóflur sem eru mjög vel útbúnar í alla staði. Vélin er D13J, en hún er 13 lítra, 6 strokka línuvél sem er 334 hestöfl og skilar 2.030 Nm togi. Vélin uppfyllir Tier 4 Final stage mengunarstaðla. Fjöðrunarkerfi er á gálga sem eykur þægindin til muna þegar ekið er með fulla skóflu á ósléttu yfirborði auk þess sem vélin kemur útbúin með smurkerfi sem eykur uppi tíma og minnkar viðhald. 

Hjólaskóflurnar koma með frábærri lýsingu sem gerir vinnuna auðveldari og eykur öryggi þegar unnið er í myrkri. Ökumannshúsið er mjög vel útbúið með loftkælingu, fjölstillanlegu fjaðrandi ökumannssæti, bakkmyndvél, Lodatronic tölvuvog og fl.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn