Almennar fréttir

26. júní 2020

ÍAV hefur framkvæmdir við annan áfanga Suðurlandsvegar

ÍAV hefur hafið framkvæmdir við annan hluta nýbyggingar Hringvegar og aðliggjandi hliðarvega milli Biskupstungnabrautar og Hveragerðis.  Skrifað var undir verksamning í apríl s.l. og er áætlaður verktími þrjú og hálft ár.  Um er að ræða bæði nýbyggingu og endurgerð núverandi Hringvegar, gerð vegamóta og hringtorgs á Hringvegi, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða.  Til verksins telst einnig bygging brúarmannvirkja, undirganga og reiðganga.  Í ár er unnið að fergingu Hringvegar frá Biskupstungnabraut þ.m.t hringtorg og tengingar við Hvammsveg eystri.  Einnig er unnið við lagningu hitaveitulagna Veitna, vatnslagna vatnsveitu Ölfuss auk fjarskiptalagna Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu.  Á árunum 2021–2023 verður unnið að vegagerð, brúarsmíði og gerð reiðganga.

Hér er myndband sem útskýrir framkvæmdina:

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn