Almennar fréttir

15. september 2020

ÍAV heldur áfram byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í Garðabæ halda áfram.  Verkið hefur tafist um tæplega eitt ár vegna þess að jarðvegurinn reyndist ekki vera eins burðarhæfur og reiknað var með í upphafi.  Þetta er leyst þannig að sementi og jarðvegi er hrært saman í súluknippi, stálrör eru síðan rekin í gegnum súlurnar samhliða því sem rörin eru fyllt af steypu.  Í framhaldinu hefst vinna við að reisa stálgrind hússins, það verður svo klætt með einingum á hliðum og þaki.  Áætluð verklok eru í janúar 2022.

Hér er myndband sem útskýrir aðferðina sem notuð er við að auka burðarhæfi jarðvegsins:

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn