Almennar fréttir

18. október 2005

ÍAV hlutskarpast í alútboð Háskólatorgs

Tillaga frá ÍAV og samstarfsaðilum í alútboði Háskólatorgs hefur verið valin hlutskörpust.Háskólatorgi er ætlaður staður sunnan við Aðalbyggingu Háskóla Íslands á tveimur lóðum er báðar liggja að Alexandersstíg.

Tillagan gerir ráð fyrir að Háskólatorgið sé í tveimur sjálfstæðum en samtengdum byggingum.Þessar ólíku byggingar tengjast Háskólasvæðinu á látlausan en áhrifamikinn hátt. Það er lagt til að tengingar Háskólatorgs við nærliggjandi hús og starfsemi myndi samfellda gönguleið allt frá Odda, þaðan sem hún liggur um báðar byggingar torgsins og sveigir síðan til vesturs undir Suðurgötu.Hin nýja gönguleið yrði lífæð Háskólatorgsins, frá henni og um hana liggja leiðir til allra átta.

Það er lögð er rík áhersla á að móta næsta umhverfi Háskólatorgs. Sjálft Torgið með margvíslegri starfsemi og verönd framan þess mynda sameiginlega sólríkt forhlað við Alexandersstíg, en um leið er þess gætt að trjágöngin rofni hvergi til fulls. Stölluð grasbrekka opnar leið birtu að forrými fyrirlestrasala á neðri hluta torgsins, og skírskota til Skeifunnar framan við Aðalbygginguna.

Byggingarnar tvær verða um 8.600 fermetrar að stærð á tveimur og þremur hæðum, og eiga þær að hýsa á þriðja hundruð starfsmenn og 1500 stúdenta. Annað húsið á að rísa milli aðalbyggingar og íþróttahúss skólans og tengjast Lögbergi. Hitt húsið rís þar sem nú er bílastæði Lögbergs, Nýja Garðs, Árnagarðs og Odda og tengist Lögbergi og Odda. Húsunum er ætlað að hýsa ýmsa starfsemi sem snýr að umsýslu og þjónustu við stúdenta og starfsfólk. Þá verða í Háskólatorgi fyrirlestrarsalir, kennslustofur, rannsóknarstofur, lesrými og vinnuaðstaða fyrir nemendur og kennara.

Arkitektar eru Hornsteinar og Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar. Hönnun mun fara fram í vetur en verklegar framkvæmdir hefjast næsta vor.Gert er ráð fyrir að húsin verði afhent í árslok 2007.Byggingakostnaður verður 1.600 mkr.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn