Almennar fréttir

12. desember 2007

ÍAV kanna hug pólskra starfsmanna sinna

Undanfarna mánuði hafa ÍAV látið kanna afstöðu pólskra starfsmanna sinna til fyrirtækisins, starfsins sjálfs sem og alls aðbúnaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kannar hug erlendra starfsmanna með þessum hætti, svo vitað sé. Óhætt er að segja að um tímamótakönnun meðal erlendra iðnaðar- og verkamanna á Íslandi sé að ræða. Helsti hvatinn að þessum aðgerðum var að bæta vinnuumhverfi erlendra starfsmanna fyrirtækisins og athuga hvort einhvers staðar þyrfti að huga betur að vinnuumhverfi starfsmannanna. Í dag starfa rúmlega 150 pólskir iðnaðar- og verkamenn hjá ÍAV.  Eru þeir allir ráðnir beint af ÍAV en ekki leigðir af starfmannaleigum eins og talsvert er um hérlendis.

Í stað hefðbundinnar spurningakönnunar var ákveðið að mynda svokallaða rýnihópa til þess að fá betri mynd af viðhorfum starfsmannanna. Öll framkvæmd könnunarinnar var í höndum ráðgjafafyrirtækisins Intellecta og var stjórnað af óháðum fagmenntuðum aðila sem mæltur er á pólska tungu. Til þess að fá sem skýrasta og breiðasta mynd voru þrír hópar myndaðir, tveir úr röðum trésmiða og stálverkamanna og einn úr röðum verkstjóra.

Meðal þess sem tekið var fram var ánægja með hversu framarlega fyrirtækið stendur þegar kemur að tækninýjungum, metnaðarfull verkefni fyrirtækisins og góður starfsandi. Þá var einnig almenn ánægja með aðbúnað, bæði í vinnu og það húsnæði sem þeim er útvegað. Lögð hefur verið rík áhersla á góða húsnæðisaðstöðu og búa starfsmennirnir í rúmgóðum einstaklingsherbergjum með sér eldunaraðstöðu auk þess sem boðið er uppá líkamsræktaraðstöðu, tölvuaðstöðu með interneti o.fl.

Eins og við mátti búast kom einnig ýmislegt í ljós sem betur mætti fara að mati pólverjanna. Þeim fannst maturinn t.d. of íslenskur, eins og þeir komust að orði, þ.e. of mikið um fisk og lambakjöt. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdum og matseðillinn lagaður að þeirra venjum.

Niðurstöðurnar sem kynntar hafa verið fyrir pólskun starfsmönnum ÍAV voru mjög jákvæðar og kom meðal annars í ljós að pólskir starfsmenn eru almennt ánægðir með að starfa fyrir ÍAV. Þeir eru stoltir af fyrirtækinu og telja að orðspor þess sé gott. Þá gáfu starfsmennirnir ÍAV heildareinkunnina átta af tíu mögulegum. Forsvarsmenn fyrirtækisins fagna þessum niðurstöðum og munu vinna enn frekar í að bæta hag og aðbúnað erlendra starfsmanna sinna.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn