Almennar fréttir

29. október 2007

ÍAV keyptu heila götu í Urriðaholti

Íslenskir aðalverktakar hafa gengið frá kaupum á heilli götu í Urriðaholti í Garðabæ. Gatan heitir Mosagata og verða þar byggð lítil og lágreist fjölbýlishús og raðhús með alls 77 íbúðum. Gatan er miðsvæðis í Urriðaholti, aðeins í seilingarfjarlægð frá skóla og leikskóla.

Seljandi götunnar er Urriðaholt ehf, sem skipulagt hefur rúmlega 4 þúsund manna byggð í þessu nýja hverfi. ÍAV áætla að hefja framkvæmdir eftir mitt næsta ár og gert er ráð fyrir að fyrstu íbúar flytji inn í húsin eftir um tvö ár.

Ástæður þess að ÍAV ákváðu að kaupa allar lóðirnar við Mosagötu eru að sögn Gunnars Sverrissonar forstjóra þær að:

„Framkvæmdir þessar falla vel að þeim verkefnum sem ÍAV eru með í gangi og í farvatninu. Skipulag hverfisins er unnið af miklum metnaði auk þess að vera vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við fallegt umhverfi sem býður upp á mikla útivistarmöguleika. Samgöngur við hverfið eru góðar og stutt er í alla þjónustu. Gatan er vel staðsett í hverfinu með fallegu útsýni til suðvesturs.“

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn