Almennar fréttir

09. febrúar 2021

ÍAV klárar að afhenda síðustu íbúðir til Bjargs íbúðafélags 12.feb 2021

Þann 12. febrúar verða afhentar 31 íbúðir sem jafnframt eru síðustu íbúðirnar af þeim 99 sem verkið samanstóð af.  Verklok eru því 12 febrúar, fyrir utan frágangs á hluta lóðar fyrir gróður sem bíður fram á vor sem er í samræmi við verksamning.

Alls er um að ræða 6 stigaganga, tveggja til fimm hæða, íbúðafjöldi frá 9 íbúðum upp í 24 íbúðir. 

Húsin eru hefðbundin steypt hús, einangruð að utan og klædd álklæðningu.  Svalir eru forsteyptar.

Mikið er lagt upp úr góðri hljóðeinangrun þar sem margar íbúðir snúa að Bæjarhálsi þar sem umferðarþungi er nokkur.  Þar má nefna þykka steinsteypta milliveggi, svalalokanir og sérstaklega einangrandi hurðir inn í íbúðir.

Í stigagöngum sem eru fjórar hæðir og meira er lyfta.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn