Almennar fréttir

04. júní 2020

ÍAV lýkur jarðvinnu fyrir meðferðarkjarna og bílastæðahús LSH

Formleg verklok jarðvinnu vegna grunns nýs meðferðarkjarna og bílastæðahúss LSH voru í maí sl.  Eftir það hefur verið unnið við landmótun, gróðursetningu og hellulögn, ásamt frágangi á verksvæðinu.  Reiknað er með að þeim verkþáttum ljúki nú í júní.  Verkið hófst í júlí 2018 og á verktímanum hafa verið fjarlægðir um 400.000 rúmmetrar af efni, þar af sprengdir yfir 240.000 rúmmetrar.  Allt sprengt grjót hefur farið í landfyllingar í Laugarnesi.  Byggðir voru tveir tengigangar frá núverandi spítala, ásamt stoðveggjum og undirgöngum við Snorrabraut/Bústaðarveg.  Auk þess var unnið við gatnagerð, bílaplön og lagnir.  Á verktímanum komu um 70 manns að verkinu þegar mest var.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn