Almennar fréttir

04. júní 2020

ÍAV lýkur jarðvinnu fyrir meðferðarkjarna og bílastæðahús LSH

Formleg verklok jarðvinnu vegna grunns nýs meðferðarkjarna og bílastæðahúss LSH voru í maí sl.  Eftir það hefur verið unnið við landmótun, gróðursetningu og hellulögn, ásamt frágangi á verksvæðinu.  Reiknað er með að þeim verkþáttum ljúki nú í júní.  Verkið hófst í júlí 2018 og á verktímanum hafa verið fjarlægðir um 400.000 rúmmetrar af efni, þar af sprengdir yfir 240.000 rúmmetrar.  Allt sprengt grjót hefur farið í landfyllingar í Laugarnesi.  Byggðir voru tveir tengigangar frá núverandi spítala, ásamt stoðveggjum og undirgöngum við Snorrabraut/Bústaðarveg.  Auk þess var unnið við gatnagerð, bílaplön og lagnir.  Á verktímanum komu um 70 manns að verkinu þegar mest var.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn