Almennar fréttir

09. febrúar 2012

ÍAV lýkur vinnu fyrir Alcan í Straumsvík

Um þessar mundir er verkefni ÍAV í Straumsvík að ljúka.

Verkið er hluti af þróunarverkefni Alcan sem lýtur að því að auka framleiðslu álversins með straumhækkun í núverandi kerskálum.

Verk ÍAV fólst í stækkun aðveitustöðvar, byggingu afriðlastöðva og inntaksbygginga ásamt undirgöngum milli kerskálanna. Ennfremur aðendurnýja vatnslagnir og leggja nýjar, gerð ídráttarlagnastokka og tilfærsla á háspennuköpplum sem færa þurfti vegna framkvæmdanna.

Verkið hófst í maí 2010 og er nú að ljúka. Að jafnaði störfuðu um 45 manns við verkið.

Verkið hefur verið mjög krefjandi þar sem álverið er í fullum rekstri og til að tryggja að röskun verði sem minnst  voru öryggiskröfur mjög miklar.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn