Almennar fréttir

10. mars 2009

ÍAV, Marti og samstarfsfyrirtæki lægstbjóðendur í virkjun í Sviss

Opnuð hafa verið tilboð í 1.000 MW vatnsaflsvirkjun í Sviss.ÍAV var meðbjóðandi í verkefnið í félagi með Marti-group,Toneatti frá Sviss og Tubau frá Slóvakíu og átti samsteypan lægsta tilboðið í verkefnið.Marti-group sem er samstarfsaðili ÍAV við gerð Bolungarvíkurganga er í forsvarifyrir samsteypuna.Tilboð samsteypunnar er um 70 milljarðar króna.

Um er að ræða 1.000 MW vatnsaflsvirkjun sem virkjar 600 metra fallhæð milli tveggja stöðuvatna í Ölpunum.Ætlunin er að virkjunin framleiði rafmagn á háannatíma á daginn en nýti umfram rafmagn frá raforkuverum á nóttunni til að dæla vatninu til baka frá neðra stöðuvatninu í það efra.Verkefnið felst í gerð jarðganga, stöðvarhúshvelfingar, byggingu stöðvarhúss og inntaksmannvirkja ásamt steyptri stíflu.

Gert er ráð fyrir að samningaviðræður við verkkaupa hefjist á næstu vikum þar sem farið verður yfir framlögð gögn og fyrirvara og framhaldið ákveðið.Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir á þessu ári og er verktími tæplega 5 ár.

Nánari upplýsingar veitir:

Karl Þráinsson aðstoðarforstjóri ÍAV, karl.th@iav.is eða í símum 530 4200 eða 693 4251.

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn