Almennar fréttir

10. mars 2009

ÍAV, Marti og samstarfsfyrirtæki lægstbjóðendur í virkjun í Sviss

Opnuð hafa verið tilboð í 1.000 MW vatnsaflsvirkjun í Sviss.ÍAV var meðbjóðandi í verkefnið í félagi með Marti-group,Toneatti frá Sviss og Tubau frá Slóvakíu og átti samsteypan lægsta tilboðið í verkefnið.Marti-group sem er samstarfsaðili ÍAV við gerð Bolungarvíkurganga er í forsvarifyrir samsteypuna.Tilboð samsteypunnar er um 70 milljarðar króna.

Um er að ræða 1.000 MW vatnsaflsvirkjun sem virkjar 600 metra fallhæð milli tveggja stöðuvatna í Ölpunum.Ætlunin er að virkjunin framleiði rafmagn á háannatíma á daginn en nýti umfram rafmagn frá raforkuverum á nóttunni til að dæla vatninu til baka frá neðra stöðuvatninu í það efra.Verkefnið felst í gerð jarðganga, stöðvarhúshvelfingar, byggingu stöðvarhúss og inntaksmannvirkja ásamt steyptri stíflu.

Gert er ráð fyrir að samningaviðræður við verkkaupa hefjist á næstu vikum þar sem farið verður yfir framlögð gögn og fyrirvara og framhaldið ákveðið.Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir á þessu ári og er verktími tæplega 5 ár.

Nánari upplýsingar veitir:

Karl Þráinsson aðstoðarforstjóri ÍAV, karl.th@iav.is eða í símum 530 4200 eða 693 4251.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn