Almennar fréttir

11. apríl 2011

ÍAV/ Marti – verkefni í Noregi

ÍAV/Marti hefur verið tilkynnt að Jernbaneverket í Noregi ætli að semja við félagið um gerð járnbrautarganga við Holmestrand. Holmestrand er við Oslófjörðinn vestanverðan um 80 km suður af Osló.

Verkið felst í gerð um 2 km jarðganga fyrir hraðlestar og er um að ræða einn áfanga af sex. Verkið fór af stað í fyrra með tveimur útboðum sem ÍAV tók þátt í ásamt Marti en enn á eftir að bjóða út tvo áfanga verksins.

Tilboðsupphæð ÍAV/Marti hljóðar upp á 414 milljónir NOK eða um 8,5 milljörðum ISK án VSK á gengi dagsins í dag. Tilboðsupphæðir annarra hafa ekki verið upplýstar.

Útboðið var svokallað útboð með samningsviðræðum og hófst með því að níu aðilar fengu að bjóða að loknu forvali í byrjun janúar. Tilboðum var skilað inn 28. febrúar, án formlegrar opnunar þeirra. Samkvæmt reglum um útboðið hafa aðrir heimild til að kæra val á verktaka og stendur sá kærufrestur til 15. apríl.

Eftir að kærufresturinn er liðinn og ef ekki koma fram rökstuddar kærur um val á verktaka verksins, verður gengið til samninga.

Áætlanir gera ráð fyrir fyrstu sprenginguí jarðgöngunum í byrjun ágúst og verklok eru áætluð í júní 2014.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn