Almennar fréttir

11. apríl 2011

ÍAV/ Marti – verkefni í Noregi

ÍAV/Marti hefur verið tilkynnt að Jernbaneverket í Noregi ætli að semja við félagið um gerð járnbrautarganga við Holmestrand. Holmestrand er við Oslófjörðinn vestanverðan um 80 km suður af Osló.

Verkið felst í gerð um 2 km jarðganga fyrir hraðlestar og er um að ræða einn áfanga af sex. Verkið fór af stað í fyrra með tveimur útboðum sem ÍAV tók þátt í ásamt Marti en enn á eftir að bjóða út tvo áfanga verksins.

Tilboðsupphæð ÍAV/Marti hljóðar upp á 414 milljónir NOK eða um 8,5 milljörðum ISK án VSK á gengi dagsins í dag. Tilboðsupphæðir annarra hafa ekki verið upplýstar.

Útboðið var svokallað útboð með samningsviðræðum og hófst með því að níu aðilar fengu að bjóða að loknu forvali í byrjun janúar. Tilboðum var skilað inn 28. febrúar, án formlegrar opnunar þeirra. Samkvæmt reglum um útboðið hafa aðrir heimild til að kæra val á verktaka og stendur sá kærufrestur til 15. apríl.

Eftir að kærufresturinn er liðinn og ef ekki koma fram rökstuddar kærur um val á verktaka verksins, verður gengið til samninga.

Áætlanir gera ráð fyrir fyrstu sprenginguí jarðgöngunum í byrjun ágúst og verklok eru áætluð í júní 2014.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn