Almennar fréttir

30. október 2015

ÍAV með lægsta tilboð í Suðurnesjalínu 2; Vegslóðar, jarðvinna og undirstöður.

Suðurnesjalína 2 er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa árið 2005 með það að markmiði að byggja upp raforkuflutningskerfi til framtíðar á Suðvesturlandi, allt frá Hellisheiði út á Reykjanes.

Umhverfismat vegna framkvæmdanna var samþykkt með skilyrðum árið 2009 og í ársbyrjun 2011 hófst undirbúningur að sjálfri framkvæmdinni. Þá var ákveðið að byrja á að styrkja raforkuflutningskerfið á Suðurnesjum þar sem þörfin er brýnust, bæði með tilliti til flutningsgetu og afhendingaröryggis, með því að reisa 220 kV háspennulína meðfram núverandi Suðurnesjalínu 1. Síðar er gert ráð fyrir því að rífa Suðurnesjalínu 1 og reisa aðra 220 kV línu í hennar stað.

Suðurnesjalína 2 mun að miklu leyti fylgja núverandi Suðurnesjalínu 1 frá tengivirkinu í Hamranesi í Hafnarfirði að tengivirki við Rauðamel norðan Svartsengis í Reykjanesbæ, nema austast á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir að hún liggi í nýju línubelti töluvert fjær núverandi byggð í Hafnarfirði.
 
Landraski er haldið í lágmarki og jafnframt orðið við tilmælum sveitarfélaga á svæðinu og helstu fagstofnana um að nýja línan verði reist í núverandi mannvirkjabelti, þar sem fyrir eru Suðurnesjalína 1 og Reykjanesbraut.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn