Almennar fréttir

30. október 2015

ÍAV með lægsta tilboð í Suðurnesjalínu 2; Vegslóðar, jarðvinna og undirstöður.

Suðurnesjalína 2 er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa árið 2005 með það að markmiði að byggja upp raforkuflutningskerfi til framtíðar á Suðvesturlandi, allt frá Hellisheiði út á Reykjanes.

Umhverfismat vegna framkvæmdanna var samþykkt með skilyrðum árið 2009 og í ársbyrjun 2011 hófst undirbúningur að sjálfri framkvæmdinni. Þá var ákveðið að byrja á að styrkja raforkuflutningskerfið á Suðurnesjum þar sem þörfin er brýnust, bæði með tilliti til flutningsgetu og afhendingaröryggis, með því að reisa 220 kV háspennulína meðfram núverandi Suðurnesjalínu 1. Síðar er gert ráð fyrir því að rífa Suðurnesjalínu 1 og reisa aðra 220 kV línu í hennar stað.

Suðurnesjalína 2 mun að miklu leyti fylgja núverandi Suðurnesjalínu 1 frá tengivirkinu í Hamranesi í Hafnarfirði að tengivirki við Rauðamel norðan Svartsengis í Reykjanesbæ, nema austast á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir að hún liggi í nýju línubelti töluvert fjær núverandi byggð í Hafnarfirði.
 
Landraski er haldið í lágmarki og jafnframt orðið við tilmælum sveitarfélaga á svæðinu og helstu fagstofnana um að nýja línan verði reist í núverandi mannvirkjabelti, þar sem fyrir eru Suðurnesjalína 1 og Reykjanesbraut.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn