Almennar fréttir

17. mars 2004

ÍAV og Þyrping í samstarf um uppbyggingu á Bílanaustsreitnum

ÍAV og Þyrping hafa gert með sér samstarfssamning í tengslum við kaup Þyrpingar á Bílanaustsreitnum svokallaða við Borgartún 26. Samstarfið felur í sér að ÍAV mun byggja fyrir Þyrpingu u.þ.b. 9.000 fermetra skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á lóðinni en auk þess er gert ráð fyrir að ÍAV byggi og selji íbúðarhúsnæði sem einnig er gert ráð fyrir á reitnum. Samningur ÍAV og Þyrpingar gengur út á að félögin munu sameiginlega vinna að deiliskipulagi lóðarinnar með skipulagsyfirvöldum í borginni.

ÍAV mun rífa núverandi byggingar á reitnum, reisa skrifstofu- og þjónustuhúsnæðið og ganga frá því að utan, byggja bílageymsluhús og ganga frá lóð. Enn fremur eignast ÍAV byggingarrétt á öllum íbúðum sem byggðar verða á lóðinni.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrrihluta árs 2005.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn