Almennar fréttir

26. mars 2019

ÍAV og bandaríski sjóherinn semja um 1,4 milljarða verkefni

Bandaríski sjóherinn og ÍAV hafa undirritað samning um viðhald og endurbætur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.

Viðhaldsverkefni ÍAV á öryggissvæðinu taka til endurbóta á flugvélastæðum, akstursbrautum flugvéla og ljósakerfum fyrir flugvélastæði og akstursbrautir flugvéla í tengslum við komu kafbátaleitarvéla sjóhersins hingað til lands.

Áætlaður kostnaður er 11.500.000 Bandaríkjadalir, jafnvirði tæpra 1,4 milljarða króna.

Um er að ræða fyrstu framkvæmdir á vegum bandarískra stjórnvalda á Íslandi í að minnsta kosti 12 ár eða síðan varnarliðið hvarf af landi brott haustið 2006.

Búist er við að framkvæmdir hefjist á næstunni og taki um tvö ár.

Heimild: Sudurnes.net

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn