Almennar fréttir

02. maí 2011

ÍAV og Marti undirrita samning við norsku járnbrautirnar

Í fyrsta skipti í sögunni er samið við aðila utan Noregs vegna byggingu járnbrautarganga fyrir norsku járnbrautirnar. Karl Þráinsson forstjóri ÍAV, Bernhard Schleich framkvæmdastjóri hjá Marti og Harald Nikolaisen framkvæmdastjóri hjá norsku járnbrautunum, undirrituðu samninginn í Holmestrand í liðinni viku.

Verkefni ÍAV og Marti felst í að byggja 2 km löng göng fyrir tvöfalt járnbrautarspor. Einnig verða byggð 320 metra aðkomugöng áður en bygging aðal ganganna hefst. Að lokum verða byggð 400 metra göng sem fá hlutverk flóttaleiðar á rekstartíma ganganna. Göngin eru að hluta undir byggð og því eru gerðar sérstakar öryggiskröfur til verksins.

Undirbúningur á verkstað hefst strax í næstu viku en gert er ráð fyrir að fyrsta sprenging í göngunum verði í ágúst. Verklok eru áætluð um mitt ár 2014.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn