Almennar fréttir

02. maí 2011

ÍAV og Marti undirrita samning við norsku járnbrautirnar

Í fyrsta skipti í sögunni er samið við aðila utan Noregs vegna byggingu járnbrautarganga fyrir norsku járnbrautirnar. Karl Þráinsson forstjóri ÍAV, Bernhard Schleich framkvæmdastjóri hjá Marti og Harald Nikolaisen framkvæmdastjóri hjá norsku járnbrautunum, undirrituðu samninginn í Holmestrand í liðinni viku.

Verkefni ÍAV og Marti felst í að byggja 2 km löng göng fyrir tvöfalt járnbrautarspor. Einnig verða byggð 320 metra aðkomugöng áður en bygging aðal ganganna hefst. Að lokum verða byggð 400 metra göng sem fá hlutverk flóttaleiðar á rekstartíma ganganna. Göngin eru að hluta undir byggð og því eru gerðar sérstakar öryggiskröfur til verksins.

Undirbúningur á verkstað hefst strax í næstu viku en gert er ráð fyrir að fyrsta sprenging í göngunum verði í ágúst. Verklok eru áætluð um mitt ár 2014.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn