Almennar fréttir

22. febrúar 2007

ÍAV og VÍS í samstarf um öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál

Mánudaginn 12. febrúar s.l. undirrituðu stjórnendur ÍAV og VÍS viljayfirlýsingu um samstarf í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum (ÖHU). Tilgangur þessa samstarfs er fækkun slysa og tjóna hjá ÍAV. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í fjóra mánuði.

Stofnuð var samstarfsnefnd fyrirtækjanna þar sem ákveðið var hvernig standa ætti að verkefninu og hvað leggja ætti áherslu á. Það var sameiginleg ákvörðun nefndarinnar að starfið ætti aðallega að ganga út á að útbúa og koma í framkvæmd áætlun um innleiðingu ÖHU hjá ÍAV. Einnig var ákveðið að vinna að bættri tilkynningu tjóna.

Gefin verður út handbók fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins, fundir verða haldnir með byggingastjórum svo og öllum starfsmönnum fyrirtækisins. „Það er markmið ÍAV með ÖHU áætluninni að þetta verði meira en fallegur pappír uppi í hillu, heldur að starfsmenn ÍAV vinni dags daglega í samræmi við hana” sagði Karl Þráinsson aðstoðarforstjóri ÍAV við undirritun samkomulagsins.

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn