Almennar fréttir

11. apríl 2016

ÍAV óskar eftir starfsfólki

ÍAV óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður við byggingu virkjunar við Búrfell.

Tæknimaður í jarðvinnu
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af jarðvinnuframkvæmdum og verkefnastýringu.

Menntunar- og hæfniskröfur:
  - Menntun í tækni- eða verkfræði.
  - Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.

Mælingamaður
Skilyrði að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum verkefnum, mælingum og magn-uppgjörum.

Bílstjórar
Viðkomandi þarf að hafa meirapróf.
Reynsla af sambærilegum verkefnum er æskileg.

Vélamenn
Viðkomandi þarf að hafa lokið stóra vinnuvélanámskeiðinu.

Reynsla af belta- og hjólavélum er æskileg.

Skriftstofustjóri
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af skrifstofustörfum. 

Starfsfólk í mötuneyti og ræstingar
Viðkomandi sér um ræstingar á vinnubúðum og aðstoðar í mötuneyti.

Almennir byggingaverkamenn
Reynsla í starfi er æskileg.

Umsókn skal skila inná vef ÍAV, www.iav.is, fyrir 24. apríl næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Magni Helgason, mannauðsstjóri í síma 530-4200.

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn