Almennar fréttir

02. október 2019

ÍAV óskar Víkingi til hamingju með bikarmeistaratitilinn

 

Víkingar eru bikarmeistarar í knattspyrnu karla eftir glæsilegan sigur gegn FH. Víkingar voru sterkari aðilinn í leiknum og spiluðu hreint út sagt frábærlega. Það var Óttar Magnús Karlsson sem skoraði mark Víkings í 1-0 sigri, en markið kom úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.  Þetta er fyrsti stóri titill Víkings í 28 ár og fyrsti sigur í bikarkeppni frá árinu 1971. Glæsilegur árangur hjá þessu frábæra liði sem mun því spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Þess má geta hér að Óttar Magnús er sonur Karls Þráinssonar fyrrverandi starfsmanns og forstjóra ÍAV.

 

Myndir:Fótbolti.net

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn