Almennar fréttir

21. nóvember 2013

ÍAV - samstarfið við grunnskóla

Í haust var leitað til ÍAV af Samtökum Iðnaðarins vegna verkefnis til eflingar raun og tæknigreina í grunnskólum landsins. Verkefnið heitir GERT og stendur fyrir Grunnmenntun Efld í Raun og Tæknigreinum.

Um er að ræða samstarfsverkefni á milli atvinnulífsins og grunnskóla og er markmiðið að auka áhuga nemenda í grunnskólum fyrir raun og tæknigreinum. Atvinnulífið kemur að verkefninu á þann hátt að kynna fyrir nemum ýmis störf og hvað felst í þeim.

ÍAV brást að sjálfsögðu vel við kallinu og tveir starfsmenn sem hafa bæði iðn- og framhaldsmenntun í tækninámi að baki fóru í grunnskóla til að kynna störf sín fyrir ungmennum í 8-10 bekk. Nemendurnir sem standa nú frammi fyrir því að velja sér námsleið eftir að grunnskólagöngu líkur ættu því að vera nokkurs vísari um hvað starf iðnaðarmannsins og tæknimannsins snýst um.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn