Almennar fréttir

19. ágúst 2020

ÍAV sér um fullnaðarfrágang nýrra aðalstöðva Landsbankans við Austurhöfn

Þann 30. júní 2020 undirrituðu fulltrúar Landsbankans og Íslenskra aðalverktaka verksamning vegna húss Landsbankans Austurbakka 2 - Fullnaðarfrágangur.  Um er að ræða fullnaðarfrágang á húsinu að utan sem innan, húsið er í nokkrum byggingarhlutum og er hæst fimm hæðir með bílakjallara á tveimur hæðum.  Skrifstofu-, verslunar- og þjónusturými í húsinu er 16.500 m2 auk tæknirýma og bílakjallara sem nýtist öllu svæðinu.  Afhending á rýmum til verkkaupa er í áföngum og er fyrsta afhendingin 1. september 2021 og verklok áætluð í apríl 2022.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn