Almennar fréttir

31. október 2019

ÍAV tekur þátt í gerð Kröflulínu 3

Framkvæmdir við gerð Kröflulínu 3 hafa staðið yfir síðan í sumar. Um er að ræða nýja háspennulínu í lofti frá tengivirki Kröfluvirkjunar við Mývatn að tengivirki Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal, alls um 120 km leið. Mun hún að mestu vera meðfram Kröflulínu 2 sem er þarna fyrir. Línuleiðinni var skipt niður í þrjá hluta og sér ÍAV um jarðvinnu á miðjuhlutanum sem teygir sig um 56 km leið frá Jökulsá á Fjöllum að Jökulsá á Dal. Verkið felst í að gera vegslóða og reisingarplön við mastursstæðin, setja niður undirstöður fyrir möstrin úr forsteyptum einingum og borun og innsetningu bergbolta sem verða notaðir sem stagfestur fyrir möstrin.  Meðalhæð vinnusvæðisins er 533 m.y.s. en hæst nær það í 678 m.y.s.

Verkkaupi er Landsnet.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn