Almennar fréttir

31. október 2019

ÍAV tekur þátt í gerð Kröflulínu 3

Framkvæmdir við gerð Kröflulínu 3 hafa staðið yfir síðan í sumar. Um er að ræða nýja háspennulínu í lofti frá tengivirki Kröfluvirkjunar við Mývatn að tengivirki Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal, alls um 120 km leið. Mun hún að mestu vera meðfram Kröflulínu 2 sem er þarna fyrir. Línuleiðinni var skipt niður í þrjá hluta og sér ÍAV um jarðvinnu á miðjuhlutanum sem teygir sig um 56 km leið frá Jökulsá á Fjöllum að Jökulsá á Dal. Verkið felst í að gera vegslóða og reisingarplön við mastursstæðin, setja niður undirstöður fyrir möstrin úr forsteyptum einingum og borun og innsetningu bergbolta sem verða notaðir sem stagfestur fyrir möstrin.  Meðalhæð vinnusvæðisins er 533 m.y.s. en hæst nær það í 678 m.y.s.

Verkkaupi er Landsnet.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn