Almennar fréttir

30. janúar 2012

Íbúðir í Skugga innréttaðar

Skrifað hefur verið undir samning við 101 Skuggahverfi um fullnaðarfrágang á 7 íbúðum við Vatnsstíg 14. Um er að ræða íbúðir í fjölbýlishúsi sem ÍAV sá um uppsteypu á en framkvæmdir við byggingarnar hafa legið niðri frá því haustið 2010.

Nú þegar hefur verið flutt inn í nokkrar íbúðir hússins en íbúðirnar sem ÍAV mun sjá um framkvæmdir í eru um 125 fm2 að stærð. Áætlaður verktími er fram í júní 2012.

Twitter Facebook
Til baka

Landsbankinn – Fullnaðarfrágangur
16. apríl 2021

Landsbankinn – Fullnaðarfrágangur

Framkvæmdir á vegum ÍAV í Landsbankanum eru að fara á fullt. Verkefni ÍAV er fullnaðarfrágangur á byggingunni að innan og utan. Ísetning glugga hefst í lok apríl og uppsetning steinklæðningar í kjölfarið. Uppsteypuverktaki lýkur sínu verki um mitt sumar og þá getur frágangur innan og utanhúss hafist af krafti. Um er að ræða fimm hæða byggingu og kjallara á tveimur hæðum, sem mun skiptast í mismunandi áfanga, bankastarfsemi, skrifstofu- verslunar- og þjónusturými.

Römpum upp Reykjavík
12. mars 2021

Römpum upp Reykjavík

ÍAV er stofnaðili Römpum upp Reykjavík sem var hrundið af stað í gær 11.mars 2021. Markmiðið að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum, eins fljótt og auðið er.

Fréttasafn