Almennar fréttir

21. ágúst 2012

Íbúðir í Skuggahverfi tilbúnar

Búið er að afhenda fjórar íbúðir af sjö við Vatnsstíg 14 sem tilheyra svokölluðu Skuggahverfi en ÍAV Fasteignaþjónusta hefur séð um verkið.

Um er að ræða íbúðir í öðrum áfanga af þremur og samanstendur áfanginn af fimm fjölbýlishúsum. Hæsti turninn er 19 hæðir og stendur rúma 68 metra yfir sjávarmáli sem gerir hann að hæsta íbúðaturni landsins. Íbúðirnar sem ÍAV Fasteignaþjónusta sér um innréttingar á eru í 8 hæða húsi en alls er gert ráð fyrir 97 íbúðum í fjölbýlishúsunum fimm.

Verklegar framkvæmdir við annan áfanga hófust í árslok 2006 og sá ÍAV um uppsteypu á húsunum. Verkið lá niðri um nokkurt skeið en framkvæmdur hófust aftur í febrúar 2012.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn