Almennar fréttir

04. desember 2006

Íbúðir í Sóltúni 14-18 afhentar

Íbúðir í Sóltúni 14-18 voru afhentar kaupendum 1. desember 2006. 

Framkvæmdir hófust í ágúst 2005 en í stigagöngunum þremur eru 32 íbúðir. Mikið er lagt í íbúðirnar þar sem áhersla er lögð á þægindi og glæsilega hönnun.

Húsin eru fjögra, fimm, og sjö hæða lyftuhús. Burðarkerfi þess er staðsteypt. Steyptir útveggir eru einangraðir og klæddir að utan með álklæðningu. Gólfplötur eru með sérstakri hljóðeinangrun.

Bygging og sala íbúða við Sóltún 8-12 gengur vel en þar eru í smíðum 33 sambærilegar íbúðir sem afhentar verða kaupendum í lok nóvember 2007.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn