Almennar fréttir

26. júní 2007

Íburðarmiklar íbúðir rísa á Seltjarnarnesi

Hafin er sala á glæsilegu 26 íbúða fjölbýlishúsi við Hrólfsskálamel 2-8 á Seltjarnarnesi, húsið er þrjár hæðir og bílakjallari. Íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar og mikið í þær lagt. Framkvæmdir hófust um miðjan maí og verða fyrstu íbúðirnar afhentar í nóvember á næsta ári.

Íbúðirnar eru einstaklega glæsilegar, á það jafnt við um hönnun, efnisval, búnað og frágang. Staðsetningin er einstök og stutt í allt það besta sem Seltjarnarnes hefur upp á að bjóða. Húsin eru hönnuð af arkitektastofunni Hornsteinum.

Hærra er til lofts en almennt gerist, innfelld lýsing verður í loftum með Instabus ljósastýringakerfi. Gólfhiti er með þráðlausum nemum sem auðveldar hitastýringu. Í hverri íbúð verður plankaparket, baðherbergin flísalögð sem og forstofu- og þvottahúsgólf. Innréttingar verða frá danska fyrirtækinu JKE Design með granít-borðplötum og heimilistæki frá Miele, en þessi fyrirtæki hafa getið sér gott orðspor fyrir mikil gæði og hagnýta hönnun. Mikil áhersla er lögð á hljóðeinangrun milli íbúða, sem næst með tvöföldum gólfum. Skýli úr hertu gleri verða á svölum. Mynddyrasímar og myndavélakerfi eru í aðalanddyrum stigahúsanna. Lyftur eru í öllum stigahúsum.

Húsin eru hönnuð með nútímaþægindi og -kröfur í huga. Að utan eru þau klædd að mestu með leirbrenndum flísum og að hluta með sléttri álklæðningu. Allir gluggar eru álklæddir timburgluggar. Húsið þarfnast því lágmarksviðhalds.

Staðsetning Hrólfsskálamels er einstök á höfuðborgarsvæðinu. Hann stendur hátt á Seltjarnarnesi, útsýni gott og stutt er í fagrar gönguleiðir meðfram nesinu og í sundlaug Seltjarnarness. Einnig er stutt í alla þjónustu og í miðbæ Reykjavíkur. Einn af betri golfvöllum landsins er skammt frá vestast á Seltjarnarnesi, auk þess sem aðstaða til íþróttaiðkunar er afbragðs góð.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn